Upplýsingar

Umsóknir

Umsóknum um íbúðir þarf að skila með rafrænum hætti á umsóknarformi sem er að finna undir flipanum "Umsókn" í aðalvalmynd heimasíðunnar. Allir námsmenn geta sótt um en þó hafa aðildarskólar forgang. Hægt er að setja inn umsóknir allan ársins hring og er úthlutað hvenær sem laust er.

Biðlistar

Athugið að biðlistar geta breyst vegna eftirfarandi atriða :

  • Umsækjendur um framhaldsleigu fara fremst í röðina á meðan umsókn er afgreidd en detta út af listanum þegar gengið hefur verið frá nýjum samningi.
  • Umsækjendur í aðildarskólum Byggingafélagsins raðast fremst í röðina, á eftir umsækjendum um framhaldsleigu.
  • Umsækjendur um flutning innan kerfis raðast í þriðja hver sæti.
  • Námsmenn annarra skóla raðast á eftir aðildarskólum.
  • Erlendir nemendur raðast á eftir öðrum skólum.

Úthlutun

Húsnæði Byggingafélags námsmanna er almennt úthlutað til eins árs í senn.  Stuðst er við úthlutunarreglur Byggingafélags námsmanna við úthlutun húsnæðis (sjá reglur undir flipanum umsókn). Skrifstofa Byggingafélags námsmanna sendir umsækjendum tilkynningu um úthlutun eða biðlistanúmer með rafrænum hætti á það tölvupóstfang, sem skráð er á umsóknina. Úthlutun og veru á biðlista skal staðfesta á heimasíðu Byggingafélags námsmanna fyrir tiltekinn tíma.  Úthlutað er allan ársins hring.

Beiðnir

Vinsamlegast setjið inn allar beiðnir um viðgerðir í gegnum heimasvæðið og umsjónarmaður kíkir á málið. Mikilvægt er að velja „Má vinna“  en þar eru valkostirnir „Velja tíma“ eða „Enginn heima“. Umsjónarmenn munu þá hafa samband til að bóka tíma í samráði við leigjendur eða renna við þegar þeir eru lausir.

Samningar / Gjaldskrá

Úthlutunarhafi (leigutaki) skrifar undir leigusamning áður en húsnæðið er afhent. Samningarnir eru alltaf gerðir til eins árs í senn og endurnýjast að þeim tíma liðnum að uppfylltum skilyrðum úthlutunarreglna (sjá reglur undir Umsóknir).  Undirriti leigutaki ekki nýjan samning  innan uppgefins tímafrests verður samningurinn ekki endurnýjaður og íbúð úthlutað til nýrra leigutaka.

Til að geta gengið frá samningi þarf að skila inn staðfestingu á skólavist og tryggingu sem jafngildir þriggja mánaða leigu. Er annað hvort hægt að leggja tryggingafé inn á vörslufjárreikning Byggingafélagsins eða skila inn bankaábyrgð. Athugið að tryggingin er ekki fyrirframgreiðsla á leigu heldur er skilað í lok leigutíma, eftir að úttekt hefur farið fram og leigjandinn hefur staðið í skilum. Senda þarf póst á bn@bn.is til að fá bankaábyrgðina senda tilbaka eða vörsluféð greitt.

  • Aukaafrit af leigusamningi kostar 1.000 kr.
  • Umsýslugjald fyrir hvern stofnaðan samning og fyrir endurnýjun samnings og framlengdan er 5.000 kr.
  • Milliflutningsgjald er 12.500 kr.
  • Aukalykill kostar 3.000 kr. og aukapóstlykill kostar 1.500 kr.
  • Vinsamlegast athugið að það er bannað með öllu að geyma rusl á sameiginlegum stigagangi - ef umsjónarmenn sjá ruslapoka fyrir utan íbúðir verður hann fjarlægður á kostnað íbúa.
  • Það kostar 10.000 kr að kalla út starfsmann til að opna íbúðir utan vinnutíma, frá kl.9-15 á virkum dögum. 

Húsaleigubætur

Hægt er að sækja um húsaleigubætur vegna leigu á öllu húsnæði Byggingafélags námsmanna en leigusamningar þurfa að gilda í lágmark 6 mánuði. Leigjendur sækja sjálfir um húsaleigubæturnar á www.husbot.is. Athugið að ekki þarf að þinglýsa samningnum.