Yfirlýsing frá stjórn vegna Covid 19 (english version below)

03.04.2020

Stjórn Byggingafélags Námsmanna fjallaði um aðgerðir vegna kórónuveirunnar á fundi sínum í vikunni. Ljóst er að umhverfið breytist dag frá degi og er stjórn vel meðvituð um stöðu stúdenta og þau vandamál sem kunna að skapast með breyttum kennsluháttum og minnkandi atvinnu. 


Stjórn mun fylgjast náið með framvindunni og taka ákvarðanir samhliða því til að tryggja sem best að námsmenn geti haldið áfram að stunda nám sitt og verið í öruggu húsnæði á meðan á námi stendur. 

Stjórn hefur samþykkt að lækka kröfur um námsframvindu við endurnýjun samninga frá 1.apríl og er hér eftir krafist 50% framvindu miðað við fullt nám í stað 67%. Gildir sú ákvörðun a.m.k. gagnvart samningum sem endurnýjaðir verða á tímabilinu 1.apríl 2020 til 31.12.2020. 

Stjórn hvetur námsmenn sem lenda í greiðsluerfiðleikum að snúa sér til skrifstofu BN þar sem reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir nemenda. 

 

English version :

The Board of Byggingafélag Námsmanna discussed the actions of the Korona virus on it´s meeting this week. The environment is changing day by day and the board is well aware of students issues and the problems that may arise when teaching methods are changing and unemployment are rising.

The board will monitor the progress and make decisions at the same time to ensure that students can continue their studies and stay in secure housing on the same time.

The Board of Directors has agreed to lower the study progress requirements for renewal of contracts from April 1. til Des.31. 2020. . Students now only need to fulfil 50% progress instead of 67%.

The board encourages students in payment difficulties to turn to BN's office, where efforts will be made to meet the needs of students as far as possible.

Til baka