Úthlutun á Austurhlíð 4

15.11.2021

Eins og margir hafa tekið eftir þá höfum við hafið úthlutun á nýju ibúðunum og herbergjunum við Austurhlið 4.

Því miður er ekki búið að uppfæra heimasíðuna en þeir sem hafa fengið úthlutun fengu teikningu af íbúðinni/herberginu. Verðin eru sömu og í Bólstaðarhlíð og er hægt að nálgast sundurliðun þar. Íbúðirnar eru ekki með húsgögnum en koma með ísskáp og geymslu í kjallara. Eins og á öðrum svæðum okkar hafa leigjendur aðgang að þvottahúsi með þvottavélum og þurrkurum þeim að kostnaðarlausu.

Herbergin eru með rúmi, skrifborði og stól og svo aðgengi að sameiginlegu rými þar sem verður sófi og sjónvarp og í eldhúsi verða borð og stólar auk eldhúsáhalda.

Ekki hika við að hafa samband með spurningar og heimasíðan verður uppfærð um leið og hægt er.

Starfsfólk BN

 

As many have noticed, we have started allocating the new apartments and rooms at Austurhlið 4.

Unfortunately, the website has not been updated, but those who have been allocated received a drawing of the apartment / room. The prices are the same as in Bólstaðarhlíð and you can get a breakdown there. The apartments are not furnished but come with a fridge and storage in the basement. As in our other houses, tenants have access to a laundry room with washing machines and dryers free of charge. The rooms have a bed, desk and chair and access to a common area.

Feel free to contact us with questions and the website will be updated as soon as possible.

BN staff

Go back