Útdráttur í þátttökuleik BN vegna skoðanakönnunar

05.06.2023

Byggingafélag námsmanna stóð að spurningkönnun sem send var út til nemenda HÍ og HR í maí. Góð þátttaka var í könuninni og þökkum við öllum sem tóku þátt, kærlega fyrir. Þátttakendur gátu sent inn netfangið sitt og tekið þátt í happdrætti og voru yfir 600 nemendur sem voru í pottinum. Dregið var úr hópi þátttakenda á aðalfundi BN sem fram fór þann 24.maí s.l. og varð Valvanera Pavez Somalo, nemendi í Háskóla Íslands, fyrir valinu.

Vinningurinn var gjafabréf út að borða fyrir 25 þúsund krónur sem nota má á nokkrum veitingastöðum í miðbænum.

Við óskum Valveneru innilega til hamingju með vinninginn og vonum að hún njóti vel.

Myndin var tekin þegar Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri BN, afhenti vinninginn.

Go back